Segja Hvíta húsið dreifa breyttu myndbandi

Stríð Hvíta hússins við fjölmiðla hefur tekið nýja stefnu í kjölfar þess að Sara Huckabee Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, hefur verið sökuð um að hafa dreift fölsuðu myndbandi af blaðamannafundi gærdagsins sem sýnir snörp orðaskipti Jim Acosta, fréttamanns CNN, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Acosta hefur verið meinað um aðgang að Hvíta húsinu, að minnsta kosti tímabundið, og tilkynnti Sanders það á Twitter í dag þar sem hún sakaði Acosta um að hafa lagt hendur á lærling í Hvíta húsinu sem „hafi einungis verið að sinna starfi sínu.“

Svo virðist sem átt hafi verið við myndband af atvikinu sem Sanders birti með færslunni og hafa margir bent á að myndbandið sé það sama og samsæriskenningavefurinn Infowards birti með sinni umfjöllun af atvikinu. Við nánari skoðun á því myndbandi lítur út fyrir að búið sé að bæta við römmum sem hægja á og ýkja hreyfingar Acosta þegar hann kemur í veg fyrir að starfsmaðurinn nái að taka af honum hljóðnemann. Þá hefur það einnig vakið athygli að Sanders hlóð myndbandinu upp sjálf í stað þess að endurbirta það. 

Costa sagði í færslu á Twitter að Sanders væri að ljúga, hann hefði ekki lagt hendur á starfsmanninn. CNN hefur lýst yfir stuðningi við Acosta og segja sömuleiðis að Sanders segi ósatt. Þá hafa Samtök fréttamanna í Bandaríkjunum fordæmt Hvíta húsið fyrir framkomu sína í garð Acosta.Frá blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær þar sem upp ...
Frá blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær þar sem upp úr sauð á milli forsetans og fréttamanns CNN. AFP
mbl.is
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Stærð 120, 140 og 160 cm og eftir mál...