Ríkisstjórnin sýndi þinginu lítilsvirðingu

Fimm daga umræður um úrgöngusamning Breta við Evrópusambandið hófust í …
Fimm daga umræður um úrgöngusamning Breta við Evrópusambandið hófust í breska þinginu í dag. AFP

Neðri deild breska þingsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Theresu May sýndi þinginu lítilsvirðingu með því að birta einungis hluta lögfræðiálits á Brexit-samningnum.

Verkamannaflokkurinn lagði fram samþykkt þess efnis að ávíta ríkisstjórnina fyrir þessa ákvörðun sína og var hún samþykkt með 311 atkvæðum gegn 293. Ríkisstjórnin mun í kjölfarið birta allan texta lögfræðiálitsins.

John Bercrow, forseti neðri deildar þingsins, segir það óhugsandi fyrir þingmenn að geta tekið afstöðu til samningsins án þess að sjá lögfræðiálitið í heild sinni. 

Samþykktin þykir mikill ósigur fyrir ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra. Fimm daga umræður fara nú fram um úrgöngusamning Breta við Evrópusambandið og greidd verða atkvæði um samninginn 11. desember. Líkurnar á því að hann verði samþykktur fara hins vegar þverrandi.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert