Selur íbúðina með sjálfum sér

Frá London.
Frá London. AFP

Breskur karlmaður hefur sett íbúðarhús sitt í Chelsea-hverfinu í London, höfuðborg Bretlands, á sölu sem er kannski ekki í frásögu færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að hann sjálfur fylgir með í kaupunum. Það er að segja, hann hyggst eiga áfram heima í húsinu.

Hugmyndin er að maðurinn, hinn 91 árs gamli George West, geti búið í húsinu á meðan hann lifir og fái á sama tíma fé til þess að greiða fyrir sólarhringsþjónustu. Þessi leið er ekki óþekkt segir í frétt dagblaðsins Daily Telegraph og þekkist til að mynda í Frakklandi. 

Með þessu móti geti eldra fólk tryggt sig fjárhagslega á efri árum og fengið þá þjónustu sem það þurfi á að halda og á sama tíma búið í húsum sínum á meðan það hafi þörf fyrir það. Kaupendur fá hins vegar eignina á lægra verði en ef enginn íbúi fyldi með í kaupunum.

mbl.is
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...