Selur íbúðina með sjálfum sér

Frá London.
Frá London. AFP

Breskur karlmaður hefur sett íbúðarhús sitt í Chelsea-hverfinu í London, höfuðborg Bretlands, á sölu sem er kannski ekki í frásögu færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að hann sjálfur fylgir með í kaupunum. Það er að segja, hann hyggst eiga áfram heima í húsinu.

Hugmyndin er að maðurinn, hinn 91 árs gamli George West, geti búið í húsinu á meðan hann lifir og fái á sama tíma fé til þess að greiða fyrir sólarhringsþjónustu. Þessi leið er ekki óþekkt segir í frétt dagblaðsins Daily Telegraph og þekkist til að mynda í Frakklandi. 

Með þessu móti geti eldra fólk tryggt sig fjárhagslega á efri árum og fengið þá þjónustu sem það þurfi á að halda og á sama tíma búið í húsum sínum á meðan það hafi þörf fyrir það. Kaupendur fá hins vegar eignina á lægra verði en ef enginn íbúi fyldi með í kaupunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert