Fjölmargir þjóðarleiðtogar á leið í útför Bush

Leiðtogar heimsins og fleiri tignir gestir streyma nú til Washington þar sem þeir munu verða við útför George H. W. Bush, 41. forseta Bandaríkjanna, sem lést 1. desember, 94 ára að aldri.

Kista Bush hefur staðið uppi í bandaríska þinghúsinu undanfarna daga en verður flutt í dómkirkjuna síðar í dag þar sem útförin fer fram. Sonur Bush, George W. Bush, verður meðal þeirra sem flytja líkræðu en hann var 43. forseti Bandaríkjanna. Bush eldri var forseti eitt kjörtímabil, 19891993. Hann verður jarðaður við hlið eiginkonu sinnar, Barbara, í Texas. 

Útförin, sem aðeins er fyrir boðsgesti, hefst klukkan 9 að staðartíma, klukkan 14 að íslenskum tíma. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, verður viðstaddur ásamt öðrum fyrrverandi forsetum, Barack Obama, Bill Clinton og Jimmy Carter. Karl Bretaprins verður einnig viðstaddur auk Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og konungi Jórdaníu, Abdullah II. 

Fyrrverandi leiðtogar, þar á meðal John Major, sem var forsætisráðherra Bretlands stærsta hluta tímans sem Bush var forseti, verður einnig viðstaddur auk fjölmargra annarra. 

Dagurinn verður opinber sorgardagur og eru margar opinbera stofnanir lokaðar í dag í virðingarskyni við forsetann fyrrverandi sem og kauphöllin í New York.

Frétt BBC 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert