May vill ekki fresta Brexit

Skjáskot úr myndbandi frá breska þinginu í dag þar sem …
Skjáskot úr myndbandi frá breska þinginu í dag þar sem May ávarpaði þingmenn. AFP

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ekki eigi að fresta útgöngudegi Breta úr Evrópusambandinu en vill þó ekki útiloka það. Vaxandi kröfur hafa verið uppi um að Brexit verði frestað.

„Ég tel að ekki eigi að fresta dagsetningunni 29. mars,“ sagði May á þingi. Á morgun verða greidd atkvæði um Brexit-samninginn sem hún náði við leiðtoga ESB.

Ráðherrann hvatti þingmenn í dag til þess að styðja samninginn „þjóðarinnar vegna“. Hún varaði við því að þingið myndi lamast ef samningnum verður hafnað og sagði að traust á stjórnmálum myndi bíða „stórkostlega hnekki“ ef Bretland yfirgæfi ekki ESB.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert