Stjörnurnar neituðu Vilhjálmi um aðstoð

Vilhjálmur Bretaprins í Davos ásamt sjónvarpsmanninum David Attenborough.
Vilhjálmur Bretaprins í Davos ásamt sjónvarpsmanninum David Attenborough. AFP

Vilhjálmur Bretaprins segir að allt fræga fólkið sem hann bað um að styðja við bakið á verkefni hans tengdu geðheilbrigði fyrir þremur árum hafi neitað honum um aðstoð. 

Prinsinn sagði á heimsviðskiptaráðstefnunni í Davos að komið hafi verið að máli við margar stjörnur en engin þeirra hafi viljað tengjast geðrænum veikindum, að sögn BBC

Vilhjálmur fór af stað með verkefnið Head Together árið 2017 til að berjast gegn fordómum tengdum geðheilbrigðismálum. Eiginkonan hans, Katrín hertogaynja, og bróðir hans, Harry prins, aðstoðuðu hann við verkefnið.

Hann sagði áheyrendum á ráðstefnunni að hann hefði átt við geðrræn vandamál að stríða sem tengdust atviki sem hann varð fyrir og óttaðist að hann kæmist aldrei yfir. Ef hann hefði ekki sagt samstarfsfólki sínu frá því sem gerðist hefði getað farið illa. 

mbl.is