Má ekki tjá sig um meint Rússatengsl Trump

Anastasia Vashukevich umkringd rússneskum lögregluþjónum.
Anastasia Vashukevich umkringd rússneskum lögregluþjónum. AFP

Hvít-rúss­nesk fyr­ir­sæta, sem sagðist hafa upp­lýs­ing­ar um tengsl Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta við ráðamenn í Rússlandi, segir að rússneskir leyniþjónustumenn hafi skipað henni að þegja um samskipti hennar við rússneskan milljarðamæring vegna tengsla hans við fyrrverandi kosningastjóra Trump.

An­astasia Vashukevich, sem einnig geng­ur und­ir nafn­inu Natysa Rybka, komst í kastljós fjölmiðla í fyrra þegar hún var handtekin í Taílandi. Hún sagðist hafa undir höndum leynilegar upptökur eftir samband hennar og Oleg Deripaska sem eigi að varpa ljósi á Rússatengsl Trump.

Vashukevich sagði í samtali við CNN að henni hafi verið skipað að tala ekki um Deripaska en hann er fyrrverandi viðskiptafélagi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump. 

Vashukevich má ekki tjá sig um meint tengsl Donald Trump …
Vashukevich má ekki tjá sig um meint tengsl Donald Trump við Rússa. AFP

„Menn ræddu við mig í fangelsinu í Rússlandi,“ sagði Vashukevich en hún var handtekin á flugvellinum í Moskvu fyrr í mánuðinum eftir að hafa verið vísað frá Taílandi. „Þeir útskýrðu mjög skýrmerkilega fyrir mér hvað ég ætti að gera, hvað ég ætti að segja og hvað ég ætti ekki að segja,“ bætti hún við.

Hún sagði að rússneskir leyniþjónustumenn hefðu sagt henni að tala ekki frekar um Deripaska. Fyrirsætan var látin laus úr fangelsi í Rússlandi í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert