Fundu 66 lík í átta þorpum

Forsetakosningar fara fram í Nígeríu á morgun.
Forsetakosningar fara fram í Nígeríu á morgun. AFP

Líkamsleifar 66 manns, þar af 22 barna og 12 kvenna, hafa fundist í átta þorpum í norðvesturhluta Nígeríu síðustu daga. Öryggissveitir hafa handtekið nokkra í tengslum við líkfundinn, samkvæmt upplýsingum frá Nasir El-Rufai, ríkisstjóra í Kaduna.

Mikil reiði ríkir innan þorpanna en Rufai hefur hvatt þorpsbúa til að sjá að sér og forðast árásir í refsingarskyni.

Ekkert hefur verið gefið upp um hina grunuðu eða af hverju morðin voru framin. Forsetakosningar fara fram í Nígeríu á morgun og ekki er útilokað að tengsl séu þar á milli.

Muhammadu Buhari sækist eftir endurkjöri en hann er 76 ára gamall og er að ljúka sínu fyrsta kjörtímabili. Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar er Atiku Abubakar,  fyrrverandi varaforseti landsins. Kjósendur í Kaduna eru vinsamlegast beðnir um að sniðganga allt ofbeldi og ganga til kosninga í sátt og samlyndi.

Yfirvöld í norðvesturhluta Nígeru staðfestu í dag að 66 lík ...
Yfirvöld í norðvesturhluta Nígeru staðfestu í dag að 66 lík hafa fundist í átta þorpum í ríkinu Kaduna síðustu daga. Kort/Google
mbl.is
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...
Starfsmaður á sauðburði
Starfsmaður óskast í sauðburð í Húnaþingi vestra, ekki verra að hann hafi einhve...
Hreinsa þakrennur ofl
Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manni...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...