Bretar banna flug MAX-þota í lofthelgi

Vél af gerðinni 737 MAX 8.
Vél af gerðinni 737 MAX 8. AFP

Bresk yfirvöld hafa bannað allt flug þota af gerðinni Boeing 737 MAX 8 í lofthelgi sinni að því er fram kemur í breska dagblaðinu Independent. Með ákvörðun sinni hafa bresk flugmálayfirvöld gripið til sambærilegra aðgerða og gert hefur verið í Ástralíu, Singapúr, Kína, Indónesíu og Malasíu.

Þota af þeirri gerð hrapaði í Eþíópíu á sunnudag. Önnur þota af sömu gerð hrapaði við Indónesíu í október. Báðar voru vélarnar nýjar og hröpuðu skömmu eftir flugtak.

Rannsókn á flugslysinu í Eþíópíu er enn í fullum gangi. 157, allir sem voru um borð, létust í slysinu. 

Talsmaður breskra flugmálayfirvalda (CAA) segir í yfirlýsingu að gögn liggi enn ekki fyrir úr flugritum vélar Ethiopian Airlines um hvað olli slysinu og því sé um tímabundna varúðarráðstöfun að ræða. Gefin hafi verið út fyrirmæli um að engin vél af þessari gerð geti lent, tekið á loft eða flogið innan breskrar lofthelgi.

Þota Ethiopian Airlines var á leið frá Addis Ababa í Eþíópíu til Naíróbí í Kenía. Aðeins sex mínútum eftir flugtak hvarf hún af ratsjám. 

Vísbendingar eru um að hrap þotu Lion Air í október megi rekja til boða frá skynjurum sem eru af annarri gerð en flugmenn höfðu átt að venjast úr eldri gerðum vélarinnar. Allir sem voru um borð í vélinni, 189 manns, létust í slysinu.mbl.is

Bloggað um fréttina

ERNA 95 ára, hreinsum til á lagernum.
25 til 75% afsláttur. Silfurmunir, skartgripir, armbandsúr og gjafavara. Gott tæ...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
dönsk antik innskotsborð sími 869-2798
dönsk antik innskotsborðinnlögð með rósamunstri í toppástandi á 35,000 kr sími...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...