Stoltenberg stýrir NATO til 2022

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO. AFP

Jens Stoltenberg verður áfram framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) fram í september 2022 eftir að bandalagið framlengdi skipun hans um tvö ár í dag.

Stoltenberg, sem áður gegndi embætti forsætisráðherra Noregs, hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra NATO frá árinu 2014 og hafði áður verið skipaður til 2020.

Stoltenberg, sem er sextugur að aldri, þakkaði fyrir sig á samfélagsmiðlinum Twitter í dag og sagði ákvörðun NATO vera heiður fyrir sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert