Fyrrverandi forseti Perú látinn

Garcia gegndi embætti for­seta á ár­un­um 1985 - 1990 og …
Garcia gegndi embætti for­seta á ár­un­um 1985 - 1990 og aft­ur 2006 - 2011. Hann skaut sjálf­an sig í höfuðið í þann mund sem lög­regl­an birt­ist heima hjá hon­um snemma í morgun og hugðist hand­taka hann, en forsetinn fyrrverandi sætti lög­reglu­rann­sókn vegna spill­ing­ar í op­in­beru starfi. AFP

Fyrr­ver­andi for­seti Perú, Alan García, er látinn. Hann skaut sjálf­an sig í höfuðið í þann mund sem lög­regl­an birt­ist heima hjá hon­um snemma í morgun og hugðist hand­taka hann. Hann var flutt­ur á sjúkra­hús í borg­inni Lima þar sem hann gekkst und­ir aðgerð á höfði. Hann lést af sárum sínum á sjúkrahúsinu.

„Alan García er látinn, lengi lifi Apra,“ segir Omar Quesada, framkvæmdastjóri APRA, flokks García, og jafnframt elsta stjórnmálaflokks landsins.

Garcia gegndi embætti for­seta á ár­un­um 1985 - 1990 og aft­ur 2006 - 2011. Hann sæt­ir lög­reglu­rann­sókn vegna spill­ing­ar í op­in­beru starfi. Hann er sakaður um að þiggja mút­ur af bygg­inga­fyr­ir­tæk­inu Odebr­echt í skipt­um fyr­ir verk­efni á veg­um rík­is­ins.  

Hann hef­ur ávallt neitað sök í mál­inu. Í nóv­em­ber sótti hann um hæli í ung­verska sendi­ráðinu. Mánuði síðar var hon­um gert að yf­ir­gefa það því hon­um var neitað um hæli.

Garcia er einn af fjór­um fyrr­ver­andi for­set­um lands­ins sem er flækt­ur í stór­fellt spill­ing­ar­mál. Hinir þrír eru Pedro Pablo Kuczynski, Oll­anta Humala og Al­ej­andro Toledo. Fregnir bárust af því fyrr í dag að Kuczynski var fluttur á sjúkrahús sökum hás blóðþrýstings. Hann var handtekinn í síðustu viku í tengslum við spillingarmálið og var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. apríl.

Pedro Pablo Kuczynski, einn fjögurra fyrr­ver­andi for­set­a Perú sem er …
Pedro Pablo Kuczynski, einn fjögurra fyrr­ver­andi for­set­a Perú sem er flækt­ur í stór­fellt spill­ing­ar­mál. Kuczynski var fluttur á sjúkrahús í dag sökum hás blóðþrýstings, sama dag og Alan García skaut sig í höfuðið þegar lögregla hugðist handtaka hann. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert