Skvettist úr sundlaug í jarðskjálftanum

Miklar gusur fara fram af Anchor Skysuites í Manilla vegna …
Miklar gusur fara fram af Anchor Skysuites í Manilla vegna jarðskjálftans. Samsett

Þegar 6,3 stiga jarðskjálfti skall á nálægt Manilla, höfuðborg Filippseyja, mátti sjá vatn úr sundlaug á þaki háhýsis skvettast fram af byggingunni. Þá sjást fleiri hlaupa undan gusunum.

Byggingin er staðsett í Kínahverfi Manila og nefnist Anchor Skysuites og var fyrst tekin í notkun 2015. Er byggingin 190 metrar að hæð og telur 53 hæðir auk kjallara. Er um hæstu byggingu að ræða á þessu svæði og er ekki að finna hærri byggingu í nokkru Kínahverfi í borgum heimsins.

mbl.is