Fá bætur vegna ófrjósemisaðgerða

Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, hefur beðið fórnarlömb laganna opinberrar afsökunar.
Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, hefur beðið fórnarlömb laganna opinberrar afsökunar. AFP

Tugir þúsunda Japana sem neyddir voru í ófrjósemisaðgerðir síðari hluta tuttugustu aldar eiga nú rétt á bótum vegna meðferðarinnar sem þeir voru látnir sæta, en fyrir tilstilli svokallaðra kynbótalaga var „óæðri“ þegnum japansks samfélags meinað að eignast börn allt frá árinu 1948 til 1996.

Japanir sem glímdu við fötlun, annars konar langvinn veikindi, geðveiki eða hegðunarvandamál voru látnir gangast undir ófrjósemisaðgerðir á þessum árum að því er greint er frá í umfjöllun BBC um málið.

Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, hefur beðið fórnarlömb laganna opinberrar afsökunar og þeir sem voru látnir sæta meðferðinni hafa nú fimm ár til þess að fara fram á bætur upp á 3,2 milljónir jena, tæplega þrjár og hálfa milljón íslenskra króna.

Margir voru aðeins börn eða unglingar þegar þeir voru látnir gangast undir ófrjósemisaðgerðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert