Tugir fórust í flóðum

Vötn og lækir hafa flætt yfir bakka sína og hrifið …
Vötn og lækir hafa flætt yfir bakka sína og hrifið með sér byggingar. AFP

Að minnsta kosti 51 er látinn og yfir þúsund hafa þurft að flýja heimili sín vegna gríðarlegra flóða í Suður-Afríku. Þetta segir Cyril Ramaphosa, forseti landsins, sem flaug til hamfarasvæðanna í dag.

Úrhelli hefur verið í suðausturhluta landsins og flóðvatnið hefur rifið með sér hús og vegi. 

Ramaphosa ræddi við fréttamenn í Durban-héraði sem er innan flóðasvæðanna og sagði að í það minnsta þúsund manns hafi lagt á flótta frá heimilum sínum vegna flóðanna. Hann lýsti sérstökum áhyggjum af Free State-héraði þar sem enn rignir mikið og mikil hætta á frekari hamförum sé til staðar.

Frá þorpinu Bottle Brush, suður af Durban.
Frá þorpinu Bottle Brush, suður af Durban. AFP

Að minnsta kosti 51 hefur látist í flóðunum en talið er að sú tala eigi eftir að hækka. Björgunarlið fara nú um rústir bæja og þorpa sem urðu undir aurskriðum í leit að fólki á lífi.

Skólahaldi hefur verið aflýst og verslanir og fyrirtæki eru lokuð. 

Enn er von á rigningu næstu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert