Skotárás í sýnagógu í Kaliforníu

Frá vettvangi glæpsins í bænum Poway í dag. 19 ára …
Frá vettvangi glæpsins í bænum Poway í dag. 19 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins. AFP

Ein eldri kona er látin og þrír til viðbótar eru særðir eftir að vopnaður maður réðst inn í bænahús gyðinga í bænum Poway í Kaliforníu í dag og hóf skothríð. Einn hinna særðu er rabbíni.

Skotárásin í Poway á sér stað akkúrat sex mánuðum eftir að ráðist var að sýnagógu í Pittsburgh, en í þeirri árás létust 11 manns.

19 ára gamall maður frá borginni San Diego hefur verið handtekinn vegna málsins og samkvæmt Bill Gore lögreglustjóra í San Diego-sýslu eru rannsóknarlögreglumenn að skoða samfélagsmiðlahegðun hans í aðdraganda skotárásarinnar og það hvort „opið bréf“ sem birt var á netinu sé raunverulega skrifað af honum.

Maðurinn var vopnaður AR-15 hríðskotariffli, sem hefur verið notaður í fjölmörgum mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunum undanfarin ár.

Skotárásin í Poway á sér stað akkúrat sex mánuðum eftir …
Skotárásin í Poway á sér stað akkúrat sex mánuðum eftir að ráðist var að sýnagógu í Pittsburgh, en í þeirri árás létust 11 manns. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert