Tveir látnir í skotárás í Norður-Karólínu

Lögregla hefur grannt eftirlit með svæðinu og nemendum er meinað …
Lögregla hefur grannt eftirlit með svæðinu og nemendum er meinað að yfirgefa þær byggingar sem þeir eru í. AFP

Tveir eru látnir og fjórir særðir eftir skotárás í UNC-háskólanum í Charlotte í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, samkvæmt fjölmiðlum á svæðinu.

Samkvæmt Charlotte Observer eru tveir lífshættulega slasaðir og tveir til viðbótar særðir. 

Lögregla hefur einn í haldi vegna árásarinnar og telur ekki ástæðu til að ætla að fleiri hafi átt þátt. Vettvangur hefur verið tryggður, en nemendur og íbúar á svæði háskólans eru beðnir að halda sig innandyra. skotum var hleypt af við eina byggingu skólans um kl. 18 að staðartíma, eða 22 að íslenskum tíma.

Frá háskólasvæðinu í kjölfar árásarinnar.
Frá háskólasvæðinu í kjölfar árásarinnar. AFP

Í myndbandi sem nemandi skólans deildi á Twitter má sjá nemendur flýja bókasafn á háskólasvæðinu og lögreglumenn hlaupa á móti straumnum.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka