Hætta útsendingu eftir sjálfsvíg

The Jeremy Kyle Show hefur verið tekinn af dagskrá ITV.
The Jeremy Kyle Show hefur verið tekinn af dagskrá ITV. AFP

Spjallþættirnir The Jeremy Kyle Show hafa verið teknir af dagskrá til frambúðar hjá ITV sjónvarpsstöðinni en í gær var greint frá því að framleiðslu yrði hætt tímabundið og þeir ekki lengur aðgengilegir á vef stöðvarinnar. Ástæðan er sjálfsvíg manns sem var gestur í þættinum nýverið. 

Steven Dymond fannst látinn 9. maí, viku eftir að hafa verið gestur í þættinum viku áður. Þar hafði hann tekið lygapróf og fallið er hann var spurður út í hvort hann hafi verið unnustu sinni ótrúr.

Framkvæmdastjóri ITV, Carolyn McCall, segir að þessi ákvörðun sé tekin vegna alvarlega tilvika að undanförnu. Yfir þrjú þúsund þættir hafa verið sýndir frá því þeir komu fyrst á dagskrá stöðvarinnar fyrir 14 árum. Þátturinn er sá vinsælasti á sjónvarpsstöðinni að degi til en um ein milljón horfir á þáttinn að meðaltali. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert