Lýsir meintu kynferðisofbeldi Trump

Mynd frá 2015 af E. Jean Carroll blaðamanni. Hún er …
Mynd frá 2015 af E. Jean Carroll blaðamanni. Hún er fædd árið 1943 en Trump árið 1946. Kynferðisbrotið á að hafa átt sér stað fyrir 23 árum. AFP

„Þegar klefanum er lokað vindur hann sér að mér, ýtir mér upp að veggnum, með þeim afleiðingum að ég fæ nokkuð slæmt höfuðhögg, og þrýstir munninum á sér að vörum mér. Eftir smá, á meðan hann er enn þá í öllum fötunum, skyrtu, bindi, jakkafatajakka og kápu, opnar hann kápuna, rennir niður buxnaklaufinni og á sama tíma og hann treður fingrunum á sér inn á mitt viðkvæmasta svæði, treður hann limnum sínum inn hálfa leið - eða alla leið, ég er ekki viss - inn í mig.“

Þessi lýsing E. Jean Carroll, bandarísks rithöfundar og blaðamanns, á kynnum sínum af Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur að vonum vakið mikla athygli og reiði. Hún bætist þar með við langan lista kvenna sem sakar hann um kynferðislegt misferli við sig.

Carroll segir að Trump hafi brotið á henni í mátunarklefa í Bergdorf Goodman búð á Manhattan í New York. Hún segir þetta hafa gerst fyrir 23 árum. Hún var 52 ára og hann um fimmtugt sömuleiðis. 

Atvikið á að hafa átt sér stað í mátunarklefa í …
Atvikið á að hafa átt sér stað í mátunarklefa í verslun fyrir 23 árum. AFP

Hún skrifar langa grein um málið í New York Magazine.Ógeðslegir menn. Donald Trump réðst á mig í Bergdorf Goodman-mátunarklefa fyrir 23 árum. En hann skipar ekki einn listann yfir ömurlegu mennina í lífi mínu“ er fyrirsögnin.

„Maðurinn sem ég ætla að tala um mun neita þessu, rétt eins og hann hafnar ásökunum um kynferðislegt misferli gagnvart minnst 15 áreiðanlegum konum: Jessica Leeds, Kristin Anderson, Jill Harth, Cathy Heller, Temple Taggart McDowell, Karena Virginia, Melinda McGillivray, Rachel Crooks, Natasha Stoynoff, Jessica Drake, Ninni Laaksonen, Summer Zervos, Juliet Huddy, Alva Johnson, and Cassandra Searles,“ segir í greininni.

Af hverju steig Carroll ekki fram fyrr með málið kunna sumir að spyrja, eins og hún gerir ráð fyrir í greininni, og hún svarar því með vísan til viðbragðanna sem aðrar konur hafa fengið fyrir að segja frá meintu ofbeldi forsetans: „Að fá morðhótanir, að vera dregin í gegnum svaðið gersamlega, aðeins til þess að sjá manninn snúa þessu algerlega við og ráðast á mig hljómaði aldrei neitt sérstaklega skemmtilega. Einnig: ég er heigull.“

Greinin hefur vakið athygli fjölmiðla víða um heim og hér er sagt frá málinu í The Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert