Mirazur bestur og Noma í öðru

Mauro Colagreco ásamt eiginkonu sinni Juliu eftir að verðlaunin voru …
Mauro Colagreco ásamt eiginkonu sinni Juliu eftir að verðlaunin voru afhent. AFP

Franski veitingastaðurinn Mirazur, sem er rekinn af argentíska kokkinum Mauro Colagreco, hefur verið valinn sá besti í heimi af breska tímaritinu Restaurant.

Í öðru sæti yfir 50 bestu veitingastaði í heimi varð Noma í Kaupmannahöfn og í þriðja sæti lenti Asador Etxebarri á Spáni.

Mirazur hlaut þriðju Michelin-stjörnuna sína í janúar. Colagreco, sem er 42 ára, opnaði veitingastaðinn árið 2006 og hlaut fyrstu stjörnuna árið eftir.

Colagreco kallaði starfsmenn sína upp á svið þegar verðlaunin voru afhent og þakkaði þeim fyrir framlag sitt. „Takk fyrir, liðið mitt. Þið eigið þetta skilið eftir öll þessi ár.“

Mauro Colagreco og starfsmenn hans fagna.
Mauro Colagreco og starfsmenn hans fagna. AFP
mbl.is