40 látnir í flóðum og aurskriðum

Í Nepal létust 27 í flóðum og aurskriðum, auk þess …
Í Nepal létust 27 í flóðum og aurskriðum, auk þess sem ellefu slösuðust og 15 er enn saknað. AFP

Flóð og aurskriður í kjölfar rigningar hafa orðið hið minnsta 40 að bana í suðausturhluta Asíu undanfarna tvo daga, en þar standa monsúnrigningarnar yfir.

Í Nepal létust 27 í flóðum og aurskriðum, auk þess sem ellefu slösuðust og 15 er enn saknað eftir miklar rigningar í suður- og austurhluta landsins. Þá létust ellefu í nágrannalandinu Indlandi.

Monsúnrigningarnar standa yfir frá júní og fram í september og skilja flóð og aurskriður þeirra vegna eftir sig slóð eyðileggingar ár hvert. Um 1.200 létust í rigningunum í fyrra, en þá voru þær hinar verstu í Kerala í Indlandi í 100 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert