Bandaríkjaher skaut niður íranskan dróna

USS Boxer herskip bandaríska sjóhersins skaut niður íranskan dróna.
USS Boxer herskip bandaríska sjóhersins skaut niður íranskan dróna. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að bandaríski sjóherinn hafi skotið niður íranskan dróna í Ómanflóa. Bandaríska herskipið USS Boxer „beitti varnarviðbrögðum“ þegar dróninn var í um 914 metra fjarlægð frá herskipinu og hörfaði ekki þrátt fyrir skipanir áhafnar þess efnis. BBC greinir frá.  

Samkvæmt upplýsingum frá írönskum yfirvöldum hafa þau engar upplýsingar um að dróni úr þeirra eigu sé týndur.

Á sama stað í júní síðastliðnum skaut eld­flaug ír­anska hers­ins niður dróna í eigu Bandaríkjahers. Ríkin greinir á um hvar nákvæmlega hann var þegar hann var skotinn niður. Írönsk yf­ir­völd segja að drón­inn hafi verið skot­inn niður í ír­anskri loft­helgi en ekki í alþjóðlegri loft­helgi Ómanflóa eins og bandarísk yfirvöld fullyrða. 

Mik­ill titr­ing­ur er í sam­skipt­um ríkj­anna. Síðasta sunnudag viðurkenndu írönsk yfirvöld að þau hefðu kyrrsett „útlenskt skip“ og 12 manns í áhöfn þess vegna gruns um að smygla olíu í Persaflóa.  

mbl.is