Drengurinn úr lífshættu

Frá Tate Modern í gær.
Frá Tate Modern í gær. AFP

Sex ára drengur, sem var kastað af tíundu hæð á Tate Modern-listasafninu í Lundúnum í gær, er ekki lengur í lífshættu. Ástand hans er stöðugt, samkvæmt því sem lögregla segir í dag.

Sautján ára gamall piltur, sem kastaði drengnum fram af svölum í gær, er í haldi lögreglu grunaður um tilraun til manndráps.

Atburðurinn átti sér stað á þriðja tímanum í gær og var safninu lokað í kjölfarið. Drengurinn féll niður fimm hæðir og staðnæmdist á þaki safnsins. Hann var fluttur á spítala með þyrlu og þykir mikil mildi að hann hafi lifað fallið af.

Safnið er opið í dag, en útsýnispallurinn hvaðan drengnum var varpað er lokaður. Lögregla rannsakar þetta hrottalega mál, en athygli vakti að pilturinn sem kastaði drengnum stóð rólegur eftir að hafa kastað barninu fram af. Viðstaddir safngestir héldu honum föstum þar til lögregla kom á staðinn.

Útsýnispallurinn á Tate Modern er á tíundu hæð safnsins.
Útsýnispallurinn á Tate Modern er á tíundu hæð safnsins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert