Rekinn vegna dauða Epstein

William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AFP

Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna hefur vikið Hugh Hurwitz, fangelsismálastjóra landsins, frá störfum  vegna dauða auðkýfingsins Jeffrey Epstein.

Kathleen Hawk, sem starfaði sem fangelsismálastjóri á árunum 1992 til 2003, tekur aftur við starfinu. 

Dauði Epstein, sem var sakaður um mansal, hefur þegar orðið til þess að breytingar hafa orðið í fangelsinu þar sem hann lét lífið.

Fangelsistjórinn í Metropolitan-fangelsinu var settur í önnur verkefni og fangaverðirnir tveir sem áttu að fylgjast með klefa Epstein hafa verið settir í leyfi, að sögn Washington Post.

Forkólfar verkalýðshreyfinga segja að dauði hans hafi verið óumflýjanlegur vegna mikillar manneklu í fangelsum og yfirvinnunnar sem fangaverðir séu látnir vinna.

mbl.is