Svörtum pardus rænt úr dýragarði

Íbúar í Armenitères ráku upp stór augu síðastliðinn miðvikudag þegar …
Íbúar í Armenitères ráku upp stór augu síðastliðinn miðvikudag þegar heldur stærra dýr en hefðbundinn húsköttur sást á göngu á þaki húss í bænum. AFP

Svörtum pardus, sem fangaður hafði verið eftir að til hans sást sprangandi um á húsþökum í franska bænum Armenitères, hefur verið rænt úr Maugabe-dýragarðinum.

Íbúar í Armenitères ráku upp stór augu síðastliðinn miðvikudag þegar heldur stærra dýr en hefðbundinn húsköttur sást á göngu á þaki húss í bænum. Í ljós kom að um var að ræða sex mánaða gamlan svartan pardus, sem vegur um 20 kíló, og eftir að dýralæknir hafði skotið í hann deyfilyfi náði slökkvilið í hann af þaki hússins.

Pardusinn undi sér ágætlega í Maugabe-dýragarðinum.
Pardusinn undi sér ágætlega í Maugabe-dýragarðinum. AFP

Pardus þessi hafði sloppið af heimili eiganda síns, sem nú hefur verið ákærður fyrir að stofna lífi íbúa bæjarins í hættu.

Starfsfólk dýragarðsins fullyrðir þó að pardusinn hafi verið húsvanur og alls ekki árásargjarn. Voru klær hans klipptar og er hann við góða heilsu. Því brá svo í brún þegar það kom að tómu búri í gær.

Rannsókn málsins stendur nú yfir, meðal annars með notkun upptaka úr öryggismyndavélum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert