Þriðji mannskæði skjálftinn á hálfum mánuði

Skemmdir á byggingum hafa verið miklar. Mynd tekin í bænum …
Skemmdir á byggingum hafa verið miklar. Mynd tekin í bænum Kidapawan í dag. AFP

Öflugur jarðskjálfti af stærðinni 6,5 skók sunnanverðar Filippseyjar í dag og kostaði að minnsta kosti fjögur mannslíf. Þetta er þriðji mannskæði stórskjálftinn á Filippseyjum á síðustu tveimur vikum.

Margar byggingar eru stórskemmdar eftir skjálftana og þúsundir hafast við í neyðarskýlum.

Helst varð áhrifa skjálftans vart á eyjunni Mindanao, en þar tóku íbúar víða á rás til þess að leita skjóls er skjálftinn gekk yfir.

Átta manns létust í skjálfta upp á 6,6 stig sem reið þar yfir á þriðjudag og að minnsta kosti fimm létust í skjálfta sem var 6,4 að stærð, 16. október. 

Þúsundir íbúa hafast við í neyðarskýlum eftir skjálftana þrjá.
Þúsundir íbúa hafast við í neyðarskýlum eftir skjálftana þrjá. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert