Staðan verst í Madríd

AFP

Tvö þúsund ný kórónuveirusmit hafa verið staðfest á Spáni í dag. Yfir 11 þúsund hafa sýkst þar og 491 er látinn að sögn heilbrigðisráðherra Spánar. Staðan er verst í Madríd. 

Spánn skipar fjórða sæti yfir þau lönd þar sem flestir hafa smitast og hækkar tala smitaðra hratt þar í landi. Ríkin þrjú þar sem fleiri hafa smitast eru Kína, Ítalía og Íran. Svo virðist sem útgöngubann sem gildir fyrir 46 milljónir íbúa Spánar sé ekki að draga úr fjölgun tilfella en í dag voru 11.178 kórónusmit staðfest á Spáni. Rúmlega 1.000 hafa náð sér af veirunni eða 9% þeirra sem hafa smitast. 

La Castellana-breiðgatan í Madrid.
La Castellana-breiðgatan í Madrid. AFP

Í Madríd hafa verið staðfest 4.871 kórónuveirusmit eða 43% allra smita á Spáni. Þar hafa 355 látist eða 72,3% þeirra sem hafa látist af völdum veirunnar. 

Í Íran fjölgaði í hópi þeirra sem hafa látist af völdum farsóttarinnar um 135 í dag og eru alls 988 látnir. 1.178 ný tilfelli hafa verið greind í Íran síðasta sólarhringinn að sögn talsmanns heilbrigðisráðuneytis Írans. Það þýðir að 16.169 hafa smitast af veirunni þar í landi. 

AFP
AFP
Plaza Mayor í miðborg Madrid.
Plaza Mayor í miðborg Madrid. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert