Útgöngubann í Kólumbíu

Ferðalangar á flugvellinum í Bogota, höfuðborg Kólumbíu.
Ferðalangar á flugvellinum í Bogota, höfuðborg Kólumbíu. AFP

Útgöngubann tekur gildi í Kólumbíu á þriðjudag og verður það í gildi til 13. apríl. Forseti landsins, Ivan Duque, vill með því reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu.

Kólumbíumenn mega frá og með þriðjudeginum eingöngu fara út til að kaupa lyf og mat eða sinna öðrum nauðsynlegum erindum.

Fram kemur í frétt AFP að tæplega helmingur landsmanna sé nú þegar í heimasóttkví sem tók gildi í gær.

Þeir sem virða ekki bannið geta átt von á sektum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert