Boris Johnson með kórónuveiruna

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur greinst með COVID-19.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur greinst með COVID-19. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er með kórónuveiruna. Frá þessu greinir hann á Twitter. 

„Síðasta sólarhringinn hef ég fundið fyrir vægum einkennum,“ segir forsætisráðherrann í færslunni, en hann er nú í sjálfskipaðri einangrun. 

Hann hyggst halda áfram að upplýsa Breta um viðbrögð stjórnvalda við útbreiðslu kórónuveirunnar, en í gegnum fjarfundabúnað. 

„Saman munum við sigrast á þessu,“ segir Johnson. 

Ekki er ljóst hvernig hann smitaðist en Johnson kom síðast opinberlega fram í gærkvöld fyrir utan Downingstræti 10 þegar hann klappaði fyrir heilbrigðisstarfsfólki sem mikið mæðir á þessa dagana. 

11.813 tilfelli kórónuveirunnar hafa verið staðfest í Bretlandi og 580 hafa látið lífið. Útgöngubann hefur verið í gildi í Lundúnum frá því á mánudagskvöld og gildir til 13. apríl.  

mbl.is

Bloggað um fréttina