Yfir 50 þúsund látnir af völdum veirunnar

Faraldurinn breiðist enn hratt út.
Faraldurinn breiðist enn hratt út. AFP

Yfir 50 þúsund einstaklingar hafa nú látist úr sjúkdómnum COVID-19, sem kórónuveiran veldur, á heimsvísu, en rétt fyrir klukkan sex í kvöld höfðu 51.364 dauðsföll verið staðfest. Þrír af hverjum fjórum sem látist hafa úr veirunni eru Evrópubúar, eða 37.709, samkvæmt opinberum tölum. AFP-fréttastofan greinir frá.

Flest eru dauðsföllin á Ítalíu eða 13.15 talsins, á Spáni hafa 10.003 látist, 5.387 í Frakklandi og 5.316 í Bandaríkjunum.

Síðan veiran kom fyrst upp í borginni Wuhan í Hubei-héraði í Kína í lok desember á síðasta ári hafa um milljón einstaklingar smitast, rúmlega helmingur þeirra Evrópubúar. Staðfest smit í Asíu eru 112.061 og 3.998 hafa látist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert