26 létust í árás á þorp í Malí

Fjöldi fólks mótmælti ríkisstjórn Malí í gær.
Fjöldi fólks mótmælti ríkisstjórn Malí í gær. AFP

26 létust í árás á þorp í Malí í gærkvöldi. 

Árásin var gerð á þorp Fúla þjóðarbrotsins, Binedama í Mopti-héraði. 

Þá létust fjórir fangar og átta særðust í höfuðborg Malí Bamako í gær í því sem yfirvöld hafa kallað „uppreisn“. Atvikið átti sér stað á meðan fjöldi borgara mótmælti ríkisstjórn landsins í höfuðborginni. 

„Einhverjir fangar urðu of spenntir og brutust út úr klefum sínum og réðust á fangaverði,“ segir Yaya Sangare, talsmaður ríkisstjórnarinnar. 

Sangare segir að engir fangar hafi sloppið úr fangelsinu í uppþotinu og að fangavörðum hafi fljótlega tekist að yfirbuga fangana. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert