Grunaður um tvöfalt morð

Sænska lögreglan handtók manninn á þriðjudag.
Sænska lögreglan handtók manninn á þriðjudag. AFP

37 ára gamall Svíi, Daniel Nyqvist, er grunaður um að hafa myrt átta ára gamlan dreng og kennara hans fyrir 21 ári. Farið var fram á gæsluvarðhald yfir Nyqvist í héraðsdómi í Linköping í morgun.

Þar kom fram að Nyqvist hefði verið handtekinn á þriðjudag grunaður um morðin sem framin voru árið 2004. Á meðan hann er í gæsluvarðhaldi verður hann sendur í geðrannsókn en gæsluvarðhaldið rennur út 8. júlí. 

Samkvæmt fréttum sænska ríkissjónvarpsins og Aftonbladet var Nyqvist 21 árs er hann myrti Mohammed Ammouri og kennara hans, Anna-Lena Svensson, snemma að morgni í október 2004. Morðin voru framin í miðborg Linköping. 

Nyqvist var handtekinn á heimili sínu í Linköping en þar hefur hann búið frá því í september 2009. Hann er ókvæntur og býr einn. Samkvæmt SVT er enn óvíst hvers vegna hann framdi morðin.

Frétt SVT

Frétt Aftonbladet

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert