Saksóknarinn kveðst ekki á leið úr embætti

Geoffrey Berman kveðst hvergi á förum.
Geoffrey Berman kveðst hvergi á förum. AFP

Saksóknari í New York segist hafa komist að því í fréttatilkynningu dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna að hann væri að stíga til hliðar. Það segir hann ekki rétt og að hann muni ekki segja af sér fyrr en annar verði tilnefndur í starfið af forseta og samþykktur af þingmönnum öldungadeildarinnar.

Samkvæmt tilkynningu sem William Barr dómsmálaráðherra sendi frá sér í gær er Geoffrey Berman að víkja úr embætti. Hinn síðarnefndi segist hins vegar ekki hafa neitt slíkt í hyggju.

Berman hefur farið fyrir saksókn gegn fjölda samstarfsmanna Donalds Trump Bandaríkjaforseta síðan hann tók við stöðu saksóknara í New York árið 2018, þeirra á meðal Michael Cohen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert