Telja sig hafa fundið sjaldgæfa fílsungatvíbura

Talið er að fílsungarnir séu sjaldgæfir tvíburar.
Talið er að fílsungarnir séu sjaldgæfir tvíburar. AFP

Þjóðgarðsverðir í Minneriya í Sri Lanka komu auga á tvo fílsunga drekka frá sömu fílsmóður á dögunum og telja það fullvíst að um sé að ræða tvíbura.

Talið er að fílsungarnir sé um þriggja til fjögurra vikna gamlir, en þeir tilheyra fílahjörð í Minneriya-griðlandinu um 200 kílómetra norðaustur af Colombo, höfuðborg Sri Lanka.

Afar sjaldgæft er að fílar eignist fleiri en eitt afkvæmi í einu, en unnið er að rannsókn á erfðaefni fílsunganna til að ganga úr skugga um að þeir séu virkilega tvíburar. Reynist það rétt verður um að ræða fyrstu fílsungatvíburana sem orðið hefur vart við á Sri Lanka.

AFP
mbl.is