Sagnfræðingur dæmdur í umdeildu kynferðisbrotamáli

Yury Dmitriyev hefur varið meginhluta ævinnar í að rannsaka glæpi …
Yury Dmitriyev hefur varið meginhluta ævinnar í að rannsaka glæpi Jósefs Stalín. AFP

Rússneskur sagnfræðingur, sem varið hefur stærstum hluta ævinnar í að fletta ofan af glæpum einræðisherrans Jósefs Stalín, hefur verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar í umdeildu kynferðisbrotamáli.

Yury Dmitirev var sakaður og sakfellur fyrir að brjóta gegn ættleiddri dóttur sinni. Hann neitar sök og samstarfsmenn hans segja hann hafa verið hafður fyrir rangri sök í tilraun til þess að gera niðurstöður rannsókna hans á Stalín tortryggilegar, en ríkisstjórn Vladimírs Pútín Rússlandsforseta hefur ítrekað reynt að gera lítið úr því ofbeldi sem átti sér stað í stjórnartíð Stalín.

Meðal uppgötvana Dmitirev eru aftökusvæði frá tímum Hreinsunarinnar miklu á fjórða áratug síðustu aldar.

Talið er að Dmitirev verði látinn laus úr fangelsi síðar á þessu ári vegna tíma sem hann hefur þegar afplánað, en stuðningsmenn hans önduðu léttar þegar dómur var kveðinn upp, enda refsingin mun vægari en þau 15 ár af fangelsisvist sem saksóknari í málinu hafði farið fram á.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert