Gæti hafa verið lifandi í fleiri daga

Nora, 15 ára.
Nora, 15 ára. AFP

Nora Quoirin, 15 ára gömul stúlka með þroskahömlun sem fannst látin í regnskógi í Malasíu í ágúst á síðasta ári, gæti hafa verið lifandi og á ferðinni fyrstu daga leitarinnar. 

Þetta gefur réttarrannsókn á hvarfi stúlkunnar sem BBC greindi frá til kynna. 

Lögreglumaður sem tók þátt í leitinni segir að staðurinn sem Nora fannst á hafði verið kembdur oftar en einu sinni í upphafi leitarinnar og ekkert hafi fundist. 

Nora hvarf daginn eftir komuna til Malasíu, 3. ágúst 2019, og fannst látin í þéttum regnskóginum sem umlykur hótelið þar sem hún og fjölskylda hennar dvaldi 10 dögum síðar. 

Mohamad Nor Mazukee Beser, lögreglumaðurinn sem veitti skýrslu fyrir réttarrannsóknina, segir að Noru hafi verið leitað á nákvæmlega sama stað og hún fannst á 4., 5., og 6. dag leitarinnar. 

„Við getum dregið þá ályktun að þegar leitarteymið var á svæðinu, var umrædd manneskja enn á lífi og hreyfingu,“ sagði Besar.  

Besar segir kenningu lögreglu vera að Nora hafi yfirgefið hótelið út um opinn glugga, þrátt fyrir að fjölskylda stúlkunnar hafi alla tíð haldi því fram að það væri afar ólíkt henni. Besar segir að upptaka úr öryggismyndavélum gefi til kynna að göngulag Noru hafi verið eðlilegt og að hún hafi yfirgefið hótelið að eigin frumkvæði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert