Eitur sent til Trumps

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Pakki sem innihélt eitrið rísín og var sendur til Donalds Trumps Bandaríkjaforseta var gerður upptækur af lögreglu í vikunni. Alríkislögreglan FBI og leyniþjónustustofnunin US Secret Service eru með málið til rannsóknar.

Rannsókn á tveimur sýnum úr pakkanum staðfesti að um rísín væri að ræða. Um stórhættulegt eitur er að ræða sem hefði getað valdið miklum skaða ef einhver hefði opnað hann. Allur póstur er flokkaður og skoðaður á öðrum stað áður en hann er sendur til Hvíta hússins.

„Eins og staðan er þá er engin ógn til staðar,“ sagði í svari alríkislögreglunnar FBI til CNN.

mbl.is