Gert að greiða sekt vegna banaslyss

Rekstraraðilar ástralska skemmtigarðsins Dreamworld hafa verið sektaðir fyrir brot á öryggisreglum árið 2016 er fjórar manneskjur létust í garðinum fyrir fjórum árum. Er þeim gert að greiða 3,6 milljónir Ástralíudala í sekt en það svarar til 350 milljóna króna. 

Systkin­in Kate Goodchild og Luke Dor­sett, 32 og 35 ára, drukknuðu þegar sex manna bát þeirra hvolfdi í tæki sem kall­ast Thund­er Ri­ver Rapids, ásamt sam­býl­is­manni Dor­setts, Rooz­beths Arag­hi, 38 ára. Auk þeirra lést Cin­dy Low, 42 ára ný­sjá­lensk kona í slys­inu. Dreng­ur og stúlka, 10 og 12 ára, komust lífs af. 

Rekstraraðilinn, Ardent Leisure, viðurkenndi í júlí að öryggisreglum hefði ekki verið fylgt en eftir slysið hafði fyrirtækið hafnað ásökunum þar að lútandi. Segir fyrirtækið að umbætur hafi verið gerðar til að tryggja að þetta myndi ekki endurtaka sig. Slysið er rakið til óvirkrar dælu að því er segir í frétt BBC.

Frétt mbl.is 

mbl.is