Árásarmaðurinn var nýkominn til Evrópu

Fórnarlambanna minnst fyrir utan kirkuna þar sem árásin var gerð.
Fórnarlambanna minnst fyrir utan kirkuna þar sem árásin var gerð. AFP

Karlmaðurinn frá Túnis sem myrti þrjár manneskjur í franskri kirkju í gær hafði nýlega komið til Evrópu.

Hann er 21 árs og var með skjöl frá ítalska Rauða krossinum, sem hann fékk eftir að hann kom til ítölsku eyjarinnar Lampedusa sem flóttamaður á báti í síðasta mánuði, að því er BBC greinir frá.

Árásarmaðurinn var skotinn af lögreglunni og er ástand hans sagt alvarlegt.

Að sögn AFP-fréttastofunnar hafa stjórnvöld í Túnis fordæmt atburðinn og segjast hafa hafið rannsókn á málinu.

„Túnis fordæmir harðlega hryðjuverkaárásina í Nice og lýsir yfir samstöðu með frönsku ríkisstjórninni og almenningi í landinu,“ sagði í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu í Túnis.

Franska sérsveitin fyrir utan kirkjuna í gær.
Franska sérsveitin fyrir utan kirkjuna í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert