Hæstiréttur vísaði frá lögsókn um kosningasvindl

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur vísað frá fordæmalausri lögsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að niðurstöðum fjögurra ríkja í nýafstöðnum forsetakosningum verði hnekkt. Verðandi forseti, Joe Biden vann í öllum fjórum; Georgíu, Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin.

Málið var sótt af Texas-ríki og stutt af ríkissaksóknurum 18 ríkja og 106 þingmönnum repúblikana. Niðurstaðan er enn eitt höggið fyrir Bandaríkjaforseta sem áður hefur sagt, án þess að færa fyrir því haldbær rök, að ólöglega hafi verið staðið að kosningunni í ár.

Trump fékk síðast skell í seinustu viku fyrir Hæstarétti þegar máli er varðaði úrslit kosninganna í Pennsylvaníu var vísað frá. Sá úrskurður Hæstaréttar var í heild sinni aðeins ein málsgrein: „Máli hafnað.“

Kjörmannaráð Bandaríkjanna mun hittast á mánudag og staðfesta kjör forseta Bandaríkjanna. Joe Biden sver svo embættiseið sinn 20. janúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert