Enn einn „Stoltur Drengur“ dæmdur

Fleiri liðsmenn öfgahópsins The Proud Boys þurfa að svara fyrir …
Fleiri liðsmenn öfgahópsins The Proud Boys þurfa að svara fyrir gjörðir sínar fyrir dómi. JON CHERRY

„Stolti Drengurinn“ Dominic Pezzola, hefur verið dæmdur til tíu ára fangelsisvistar fyrir hlut sinn í árásinni á bandaríska þinghúsið, Capitol Hill, í janúar 2021. 

Samkvæmt frétt BBC var Pezzola fundinn sekur um að ráðast á lögregluþjóna og fyrir að hindra lögreglustörf.

Pezzola var félagsmaður öfgasamtakanna The Proud Boys eða „Stoltu Drengirnir“ en hópurinn byrjaði sem drykkjuhópur en þróaðist yfir í öfgahóp stuðningsmanna Donald Trumps.

Kveikti sér í vindli til að fagna óeirðunum

Álitu félagsmenn sig sem fótgönguliða Trumps og voru meðal þeirra fyrstu til að brjóta sér leið inn í þinghúsið í kjölfar ósigurs hans í forsetakosningunum 2020. Trump er talinn hafa hvatt til óeirðanna með ummælum sínum um að kosningunum hafi verið stolið.

Pezzola var einn þeirra sem gekk í forystu óeirðaseggjanna og brúkaði hann lögregluskjöld til að brjóta sér leið inn í þinghúsið. Atvikið náðist á myndbandsupptöku en Pezzola birti einnig klippu af sér þar sem má sjá hann kveikja sér í vindli til að fagna afrekinu.

Mynd frá óeirðunum úi janúar 2021.
Mynd frá óeirðunum úi janúar 2021. ROBERTO SCHMIDT

Fleiri stoltir drengir hljóta fangelsisdóma

Annar „Stoltur Drengur“, Ethan Nordean, fer fyrir dóm á föstudag. Joe Biggs einn leiðtoga hópsins var dæmdur í 17 ára fangelsi í gær, en félagi hans Zachary Rehl hlaut 15 ára fangelsisdóm.

Fyrir hafa sex men menn úr öfgasamtökunum Oath Keepers verið sakfeldir fyrir sína aðild að óeirðunum. 





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert