Aðstandendur vilja MAX-vélar kyrrsettar

Boeing 737 Max þotur fara brátt í loftið að nýju.
Boeing 737 Max þotur fara brátt í loftið að nýju. AFP

Aðstandendur þeirra sem lét­ust í ban­væn­um flug­slys­um þar sem Boeing 737-MAX vél­ar hröpuðu er ósáttir með nýútgefið flugleyfi vélanna. Hafa fjölskyldur fórnarlamba farið fram á að flugleyfið verði afturkallað strax. 

Flugmálayfirvöld vestanhafs afléttu um 20 mánaða kyrrsetningu vélanna í nóvember. Segir m.a í umsögninni að lagfærðingar hafi verið gerðar og vélarnar eigi því að vera öruggar. Ekki eru þó allir sammála því. 

Í skýrsu viðskiptanefndar Öldungardeildarþings Bandaríkjanna eru sett spurningamerki við ákveðin atriði í yfirferð flugmálayfirvalda. Þar kemur einnig fram að flugmenn hafi ekki fengið „viðeigandi þjálfun“ á búnað MAX-vélanna. 

Í kjölfar skýrslunnar sendu fjölskyldur fórnarlambanna bréf til flugmálayfirvalda vestanhafs. Krefjast þær að vélarnar verði kyrrsettar að nýju, eða þar til búið er að fara rækilega í gegnum alla ferla að nýju. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert