Skoðun og greining samningsins tekur nú við

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafi verið undirbúin undir hvaða sviðsmyndir sem er í sambandi við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Samningar um Brexit náðust nú síðdegis og fara Bretar því úr ESB með viðskiptasamning við sambandið en ekki án hans, eins og flest hefur bent til að undanförnu.

„Við erum ekki búin að sjá útfærsluna en það að Bretar séu búnir að semja við Evrópusambandið verður að teljast jákvætt fyrir alla, það eru allar líkur á að þetta einfaldi hlutina fyrir alla,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við mbl.is.

„Það sem nú tekur við er að skoða þennan samning og greina, til þess að meta stöðuna og hvernig hún horfir við okkur. Það hefur verið mikið hjá okkur að gera í dag og undanfarna daga og við kappkostum að verja hagsmuni Íslands gagnvart bæði Bretum og Evrópusambandinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert