Samningur í höfn hjá Bretum og ESB

Bretar og Evrópusambandið hafa náð samkomulagi um viðskiptasamning vegna útgöngu Breta úr ESB, Brexit. Þetta var tilkynnt rétt í þessu. 

Samningamenn beggja aðila hafa lokið við samninginn og mun Ursua von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, tjá sig fljótlega á blaðamannafundi.

„Samningur er í höfn,“ sagði talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar.

Boris ávarpar þjóð sína

Boris Johnson ávarpaði þjóð sína núna á fjórða tímanum og fagnaði því að samningurinn væri í höfn. Eftir að hafa lofað þá sem að samningsviðræðunum komu og boðað bjartari tíma vegna glænýs samnings sagði hann að nú yrði allri athygli stjórnvalda beint að því að lágmarka skaðann af kórónuveirunni og halda áfram bólusetningum um land allt. Staða faraldurins í Bretlandi hefur farið versnandi núna í aðdraganda jóla.

Boris Johnson.
Boris Johnson. AFP

„Klukkan tifar ekki lengur“

Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, sagði að það væri bæði sorglegt og mikill léttir að ná samningum um útgöngu Breta. Erfitt væri að bera saman það sem á undan hefur gengið og það sem fram undan er.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á vefsíðu BBC

Boris Johnson, forsætisráherra Breta, var að vonum glaður við í …
Boris Johnson, forsætisráherra Breta, var að vonum glaður við í kjölfar undirritunar samningsins við ESB. Ljósmynd/Skrifstofa forsætisráðherra Bretlands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert