Biðst afsökunar á stofnunum þar sem níu þúsund létust

Micheal Martin, forsætisráðherra Bretlands.
Micheal Martin, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Micheál Martin, forsætisráðherra Írlands, hefur beðist afsökunar fyrir hönd írska ríkisins á meðferð ríkisins á ógiftum mæðrum og börnum þeirra á heimilum reknum af ríkinu og kaþólsku kirkjunni. 

„Ég biðst afsökunar á gífurlegu ranglæti heillar kynslóðar sem lagt var á írskar mæður og börn þeirra sem enduðu á þessum heimilum,“ sagði Martin á þingfundi írska þingsins í dag. 

Niðurstaða rannsóknarnefndar um heimilin var kynnt í gær. Þar kom meðal annars fram að níu þúsund börn létust á 18 stofnunum á árunum 1922 til 1998. Dánartíðni á stofnunum var tvöfalt hærri en annars staðar á Írlandi á þessum tíma. Er það rakið til vanrækslu, vannæringar og sjúkdóma sem geisuðu óáreittir. 

Fjallað var um hvernig trúarlegar stofnanir á Írlandi beittu ógiftar mæður og börn þeirra ofbeldi og þau smánuð. Skýrslan er þrjú þúsund blaðsíður að lengd og fimm ára rannsóknarvinna liggur henni að baki. 

mbl.is