Vinna að bóluefni sem virkar gegn nýja afbrigðinu

Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar sem fyrst …
Bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn nýju afbrigði kórónuveirunnar sem fyrst fannst í Suður-Afríku verður tilbúið í haust, gangi spár eftir. AFP

Lyfjafyrirtækið AstraZeneca, í samstarfi við Oxford-háskóla, telur sig geta breytt bóluefni sínu gegn kórónuveirunni þannig að það veiti ónæmi gegn suðurafrísku afbrigði veirunnar. Áformað er að hin nýja gerð verði tilbúin til notkunar í haust.

Fregnir höfðu borist um að rannsókn sýndi að bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla veitti minna ónæmi gegn suðurafríska afbrigðinu.

Rann­sókn­in var fram­kvæmd af Witwatersrand­há­skóla í Jó­hann­es­ar­borg, en hún hef­ur ekki enn verið ritrýnd. AstraZeneca svaraði þó fyr­ir sig og sagði ekki eina mann­eskju af þeim tvö þúsund sem þátt tóku í rann­sókn­inni hafa þróað með sér al­var­leg sjúk­dóms­ein­kenni. Meðalaldur þátttakenda í rannsókninni var 31 ár.

„Við erum með nýja gerð í vinnslu sem hefur prótín úr suðurafríska veiruafbrigðinu,“ sagði Sarah Gilbert við fréttamenn BBC, en það er AP-fréttaveitan sem greinir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka