Þjóðverjar greiða orkufyrirtækjum bætur

Kjarnorkuverinu Gundremmingen í suðurhluta Þýskalands verður lokað.
Kjarnorkuverinu Gundremmingen í suðurhluta Þýskalands verður lokað. AFP

Þýska ríkið ætlar að greiða helstu orkufyrirtækjum landsins bætur að fjárhæð 2,4 milljarða evra, eða um 370 milljarða íslenskra króna.

Ástæðan er sú ákvörðun Þjóðverja að hætta að nota kjarnorku í kjölfar kjarnorkuslyssins í Fukushima árið 2011.

Fyrir lok næsta árs munu Þjóðverjar ná markmiði sínu um að hætta notkun kjarnorku.

Fjögur fyrirtæki, sem öll starfrækja kjarnorkuver í Þýskalandi, fá bætur frá þýska ríkinu.

mbl.is