Tígrísdýr í útrýmingarhættu ná bata eftir smit

Tígrisdýrin tvö, Tino, níu ára og Hari, 12 ára, greindust …
Tígrisdýrin tvö, Tino, níu ára og Hari, 12 ára, greindust með veiruna um miðjan júlí. AFP

Tvö sumatran-tígrisdýr jafna sig nú í dýragarði í Jakarta í Indónesíu, eftir að hafa smitast af Covid-19. Embættismenn í Indónesíu gáfu út í dag að verið sé að rannsaka hvernig tígrisdýrin, sem eru í mikilli útrýmingarhættu, smituðust af veirunni.

Tígrisdýrin tvö, Tino, níu ára, og Hari, 12 ára, greindust með veiruna um miðjan júlí eftir að þau höfðu fengið flensulík einkenni, öndunarerfiðleika og lystarleysi.

„Bæði dýrin eru heilbrigð núna, matarlystin er orðin eðlileg og þau eru farin að hreyfa sig aftur,“ segir Suzi Marsitawati, yfirmaður dýragarðsins.

Í mikilli útrýmingarhættu

Dýragarðurinn sem um ræðir hefur verið lokaður síðan í júní þar sem Covid-19-tilfelli eru í miklum mæli í landinu. 

Talið er að sumatran-tígrisdýr séu í dag færri en 400 talsins. Tegundin er skráð hjá Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum sem tegund í bráðri útrýmingarhættu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert