Huan Huan eignaðist tvíbura

Huan Huan með tvíburana sem eru agnarsmáir í faðmi móðurinnar.
Huan Huan með tvíburana sem eru agnarsmáir í faðmi móðurinnar. AFP

Pandabjörnin Huan Huan hefur eignast tvíbura í dýragarðinum Beauval í Frakklandi. Þetta segir á vef BBC.

Húnarnir fæddust snemma í morgun og vógu 149 og 129 grömm. „Þeir eru mjög líflegir, bleikir og bústnir,“ segir í yfirlýsingu frá dýragarðinum.

Annar húnanna fær sopa úr pela.
Annar húnanna fær sopa úr pela. AFP

Æxlun pandabjarna, hvort sem er í dýragörðum eða í náttúrunni, gengur oft mjög erfiðlega fyrir sig hjá björnunum sem sýna athöfninni almennt lítinn áhuga. Huan Huan hefur hins vegar gengið vel til á þessu sviði en hún hefur nú þegar átt afkvæmið Yuan Meng, sem var fyrsti pandabjörninn til að fæðast í Frakklandi. 

AFP

AFP fréttastofan hefur eftir starfsmönnum að það hafi samt sem áður verið æsispennandi að sjá pandabirnina æxlast átta sinnum yfir eina helgi í mars. Tæknifrjóvgun var þó einnig framkvæmd til öryggis.

Tveir dýralæknar, sem komu sérstaklega frá Kína vegna þessa, fylgdust með fæðingunni.

Í síðasta mánuði var hætt að skilgreina pandabirni sem dýr í útrýmingarhættu og er þeir nú skilgreindir sem viðkvæmir. Pandabirnir í náttúrunni er nú orðnir 1.800 talsins.

AFP
mbl.is