Grunuð um að hafa stungið fjóra

Samkvæmt lögreglu í Kolding eru tveir í lífshættu og á …
Samkvæmt lögreglu í Kolding eru tveir í lífshættu og á konan að hafa átt í fjölskyldusambandi við alla fjóra einstaklingana er urðu fyrir árásinni. Af vef lögreglunnar á Austur-Jótlandi

Kona á fimmtugsaldri var handtekin á laugardag í suðurhluta Kolding í Danmörku og ákærð fyrir morðtilraun, grunuð um að hafa stungið fjóra.

Politiken greinir frá.

Samkvæmt lögreglu í Kolding eru tveir í lífshættu og á konan að hafa átt í fjölskyldusambandi við alla fjóra einstaklingana sem urðu fyrir árásinni. Lögreglan segist telja að konan hafi verið ein að verki og fleiri sé ekki leitað vegna málsins.

Hvorki aldurs né kyns fórnarlambanna fjögurra er strax getið af lögreglu. Möguleg ástæða árásarinnar hefur ekki verið tilgreind en hin grunaða var úrskurðuð í gæsluvarðhald í gær.

Lögreglan vill ekki gefa út frekari upplýsingar um málið strax.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert