Henrý stefnir á austurströnd Bandaríkjanna

Vegskilti varar við yfirvofani fellibyli í Melville, New York.
Vegskilti varar við yfirvofani fellibyli í Melville, New York. AFP

Fellibylurinn Henrý, sem nýlega var lýstur fellibylur en var áður hitabeltisstormur, mun skella á austurströnd Bandaríkjanna á morgun, gangi spár eftir. Fyrst á Long Island í New York og suðurhluta New England.

BBC greinir frá. 

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York-ríki þar sem gert er ráð fyrir að vindur geti náð allt að 33 metrum á sekúndu og fimmtán sentímetra útkomu. 

Sjaldgæft fyrir norðan 

Fellibyljir eru fátíðir svo norðarlega í Bandaríkjunum. Síðast skall fellibylurinn Bob á New England árið 1991 og olli dauða 17 manns. 

„Við þurfum að taka þennan fellibyl mjög alvarlega. Jafnvel þótt hann komist ekki til lands á styrkleika fellibyls getur hitabeltisstormur og stormbylur valdið verulegu tjóni,“ sagði Deanne Criswell, stjórnandi neyðarstjórnar í New York, við fréttastofu CNN í dag. 

Um sex milljónum manna sem búa nálægt ströndinni á hlutum Long Island, Connecticut og Massachusetts hefur verið gert viðvart vegna fellibylsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert